Monday, May 13, 2013

Heimspeki – punktar til umræðu




Einstaklingsverkefni



1.

Hvað af eftirtöldu vissir þú – og hvernig?

- Vatn frýs við 0° C,
- Everestfjall er hæsta fjall Jarðar, 
- Sex deilt með tveim er þrír,
- Það er ekki „g“ í „hlæja“.

2. 

- A veit það því B sagði honum það, B veit það því C sagði honum það, C veit það því D...
Er hægt að halda endalaust svona áfram? Eða þarf einhver á endanum að vita það án þess að hafa verið sagt það?

3. 

Geturðu nefnt nokkra hluti sem þú veist án þess að aðrir hafi kennt þér það?

5. 

- Það er betra að uppgötva hluti sjálfur en læra þá af öðrum.

Er þetta satt?

6.

- Sá, sem bara veit eitthvað af því honum er sagt það, getur aldrei verið viss um hvort verið sé að plata hann. Það er ekki hægt að blekkja þann sem sjálfur upplifir.

Er þetta satt?

7. 

- Þegar ég ímynda mér bragð af einhverju, þá er það ekki bara hugmynd. Ég finn í alvöru bragð?

Er þetta satt?

8. 

- Ég get ímyndað mér bragð af fleiri en einum hlut í einu. T.d. get ég vel ímyndað mér vatn með sítrónusneið út í.

Er þetta satt?

9. 

- Það er samt ekki hægt að ímynda sér bragð af einhverju sem maður hefur aldrei smakkað sjálfur, jafnvel þótt manni sé sagt að það bragðist eins og sambland af einhverju sem maður þekkir. 

Er þetta satt?

10. 

- Ég vil alveg vera hamingjusamur en samt stend ég sjálf/-ur í vegi fyrir því að ég verði það.

Á þetta við um þig? Taktu dæmi máli þínu til stuðnings.

Wednesday, May 8, 2013

Heimspekiritgerð - fyrirmæli


Norðlingaskóli
Vorönn 2013
Ragnar Þór Pétursson




Heimspekiritgerð – leiðbeiningar




Viðfangsefni ritgerðarinnar er „leitin að hinu góða lífi“. Þú skalt byrja á að horfa á myndböndin „Farsæld“ og „Hið góða líf“ á Emmogemm- síðunni.

Byrjaðu á að segja frá mismunandi hugmyndum um það hvað felist í „hinu góða lífi“. Segðu frá hugmyndum grísku heimspekinganna í fornöld. Leggðu sérstaka áherslu á að það komi skýrt fram hvað hver heimspekingur taldi að væri forsenda þess að fólk lifði góðu lífi. Ekki þarf að geta heimilda að þessu sinni, hvorki með heimildaskrá né tilvísunum.

Snúðu þér svo að nútímanum. Rektu helstu hugmyndir tilvistar- heimspekinga um merkingu og tilgang lífsins. Láttu koma skýrt fram hver ábyrgð einstaklinganna sjálfra er á því að líf þeirra sé innihaldsríkt og gott.

Veltu síðan fyrir þér spurningunni hvort fólk í nútímanum lifi „hinu góða lífi“ og ræddu það hvort fólk í dag mætti draga lærdóm af hugmyndum heimspekinganna í fornöld eða tilvistarspekinganna.

Endaðu á að hugleiða með hvaða hætti þú getur sjálf/-ur tryggt að líf þitt verði innihaldsríkt og gott. Hvaða tækifæri eru í nútímasamfélagi sem þú ættir að nýta og hvaða hættur ættir þú að varast?


Lengd í bókstöfum skiptir ekki máli, það er efnislengd sem alls snýst um.

Tuesday, May 7, 2013