Monday, April 29, 2013

Farsæld

Horfðu á myndbandið og svaraðu spurningunum. Sendu svörin á ragnarkennari.




1. Raðaðu í rétta röð frá hinu elsta til þess yngsta.

a) heimspekingar sem spáðu í veruleikann
b) kristindómur
c) heimspekingar sem spáðu í tilgang lífsins

2. Hvað kölluðust „heimspekingarnir“ sem ferðuðust um og kenndu fólki mælskulist og annað gagnlegt?

3. Hver er þekktastur þessara „farandheimspekinga“.

4. Hvaða tvö orð eru stundum notuð um fullyrðinguna „Maðurinn er mælikvarði allra hluta.“?

5. Hvernig fletti Sókrates ofan af mönnum sem þóttust vita meira en þeir gerðu?

6. Hver urðu örlög Sókratesar?

7. „Ég veit það eitt að ég veit ekki neitt.“ Hver heldur þú að sé höfundur þessarar setningar? (Platón, Aristóteles, Prótagóras eða Sókrates).

8. Hvers vegna er erfitt að átta sig á því hverjar skoðanir Sókratesar sjálfs voru?

9. Lýstu hellislíkingu Platóns.

10. Nefndu átta fræðigreinar sem eiga uppruna sinn hjá Aristótelesi.

11.  Hver er „galdurinn“ á bak við hið góða líf, skv. Aristótelesi?

12. Örlæti er dygð. Hvaða öfgar fylgja henni að þínu mati?

13. Hvaða vandamál fylgja því að vera of góður við aðra að þínu mati?

14. „Lífið er svo erfitt!“ segja margir og geta bent á margar ástæður fyrir fullyrðingunni. Er rétt að segja að manneskjan hafi rangt fyrir sér og það sé ekki lífið sem sé erfitt, heldur geri manneskjan lífið sér erfitt?

15. Ætti siðfræðiþjálfun í anda Aristótelesar að vera þáttur í uppeldi og námi allra barna? Hverjir eru kostir og gallar þess?

No comments:

Post a Comment