Monday, May 13, 2013

Heimspeki – punktar til umræðu




Einstaklingsverkefni



1.

Hvað af eftirtöldu vissir þú – og hvernig?

- Vatn frýs við 0° C,
- Everestfjall er hæsta fjall Jarðar, 
- Sex deilt með tveim er þrír,
- Það er ekki „g“ í „hlæja“.

2. 

- A veit það því B sagði honum það, B veit það því C sagði honum það, C veit það því D...
Er hægt að halda endalaust svona áfram? Eða þarf einhver á endanum að vita það án þess að hafa verið sagt það?

3. 

Geturðu nefnt nokkra hluti sem þú veist án þess að aðrir hafi kennt þér það?

5. 

- Það er betra að uppgötva hluti sjálfur en læra þá af öðrum.

Er þetta satt?

6.

- Sá, sem bara veit eitthvað af því honum er sagt það, getur aldrei verið viss um hvort verið sé að plata hann. Það er ekki hægt að blekkja þann sem sjálfur upplifir.

Er þetta satt?

7. 

- Þegar ég ímynda mér bragð af einhverju, þá er það ekki bara hugmynd. Ég finn í alvöru bragð?

Er þetta satt?

8. 

- Ég get ímyndað mér bragð af fleiri en einum hlut í einu. T.d. get ég vel ímyndað mér vatn með sítrónusneið út í.

Er þetta satt?

9. 

- Það er samt ekki hægt að ímynda sér bragð af einhverju sem maður hefur aldrei smakkað sjálfur, jafnvel þótt manni sé sagt að það bragðist eins og sambland af einhverju sem maður þekkir. 

Er þetta satt?

10. 

- Ég vil alveg vera hamingjusamur en samt stend ég sjálf/-ur í vegi fyrir því að ég verði það.

Á þetta við um þig? Taktu dæmi máli þínu til stuðnings.

No comments:

Post a Comment