Saturday, December 8, 2012

Heimsreisukynningar nemenda

Saturday, October 6, 2012

Er hefðbundinn skóli á rangri leið?



Nyrsti hluti Íslands (fyrir utan eyjar) er á Melrakkasléttu. Melrakki er annað nafn á ref. Þar má finna bæinn Kópasker. Margir Íslendingar vita ósköp fátt um bæinn. Flestir vita þó að þar varð ægilega harður jarðskjálfti árið 1976.


Í skjálftanum stórskemmdust hús, bryggja brotnaði í parta og stór tjörn sem hafði verið við bæinn hvarf.




Í dag er Kópasker kannski einna helst þekkt fyrir kjötvinnslu og mörgur þykja afurðir kjötvinnslunnar þar með þeim bestu á landinu.

Við ætlum hinsvegar að hverfa um 30 ár aftur í tímann. Þá var gerð tilraun á Kópaskeri til að búa til nýja tegund af grunnskóla. Sá skóli hafði töluverð áhrif á íslenska menntakerfið á sínum tíma og má rekja þræði á milli þess skóla og Norðlingaskóla ef grannt er gáð.

Tilrauninni var lýst af skólastjóranum á Kópaskeri, Pétri Þorsteinssyni, í tímariti kennara, Nýjum menntamálum.

Hér má lesa lýsingu Péturs.




Sunday, September 9, 2012

Friday, September 7, 2012

Pæling 1: Brauð og leikar

Panem et circenses“ (brauð og leikar). Þessi setning er þekkt síðan í fornöld. Í henni felst sú hugmynd að hægt sé að skapa valdhöfum vinsældir með því að höfða til yfirborðskenndra hvata almúgans. Svo lengi sem fólk hafi aðgang að nægum mat og skemmtun þá hverfi þörf fólks fyrir að hafa eitthvað um stjórnmál að segja – og öll tilfinning fyrir borgaralegum skyldum dofnar.

Pæling vikunnar er sú hvort „brauð og leikar“ geti verið sanngjörn lýsing á samfélaginu okkar í dag. Hugsum við gagnrýnið um stjórnmál? Reynum við að hafa áhrif á samfélagið okkar og lífið á jörðinni eða sökkvum við sjálfkrafa ofan í hafsjó matar og afþreyingar?



Er búið að festa tilfinningalíf okkar við dauða hluti, mat og skemmtiefni – búið að byggja utan um okkur einhverskonar loftbólu fulla af hlutum sem skipta rosalega litlu máli? Hefur það í för með sér að við verðum sinnulaus um það sem skiptir öllu máli?


Getur verið að tilteknir stjórnmálamenn nýti sér það hve fólk virðist eiga auðvelt með að tapa sér í yfirborðsmennsku – til þess að halda völdum og vinna jafnvel skaða á samfélaginu?



Tuesday, September 4, 2012

m&m: Barnadauði og fátækt, verkefni

Verkefnið er samstarfsverkefni þeirra sem settir eru saman í hóp. Samstarf ykkar er metið ekki síður en vinnan.

Safnið saman sama hóp og vann Tamjan-verkefnið.

Kennari gefur hópnum ykkar númer. Þið notið það númer til að nálgast ykkar verkefni.


Allt aukaefni, myndir, myndbönd eða annað má senda á ragnarkennari@gmail.com með fyrirsögninni: 


11/9mmHx 

Þar sem x stendur fyrir hópnúmerið ykkar.