Saturday, October 6, 2012

Er hefðbundinn skóli á rangri leið?



Nyrsti hluti Íslands (fyrir utan eyjar) er á Melrakkasléttu. Melrakki er annað nafn á ref. Þar má finna bæinn Kópasker. Margir Íslendingar vita ósköp fátt um bæinn. Flestir vita þó að þar varð ægilega harður jarðskjálfti árið 1976.


Í skjálftanum stórskemmdust hús, bryggja brotnaði í parta og stór tjörn sem hafði verið við bæinn hvarf.




Í dag er Kópasker kannski einna helst þekkt fyrir kjötvinnslu og mörgur þykja afurðir kjötvinnslunnar þar með þeim bestu á landinu.

Við ætlum hinsvegar að hverfa um 30 ár aftur í tímann. Þá var gerð tilraun á Kópaskeri til að búa til nýja tegund af grunnskóla. Sá skóli hafði töluverð áhrif á íslenska menntakerfið á sínum tíma og má rekja þræði á milli þess skóla og Norðlingaskóla ef grannt er gáð.

Tilrauninni var lýst af skólastjóranum á Kópaskeri, Pétri Þorsteinssyni, í tímariti kennara, Nýjum menntamálum.

Hér má lesa lýsingu Péturs.




No comments:

Post a Comment