Friday, September 7, 2012

Pæling 1: Brauð og leikar

Panem et circenses“ (brauð og leikar). Þessi setning er þekkt síðan í fornöld. Í henni felst sú hugmynd að hægt sé að skapa valdhöfum vinsældir með því að höfða til yfirborðskenndra hvata almúgans. Svo lengi sem fólk hafi aðgang að nægum mat og skemmtun þá hverfi þörf fólks fyrir að hafa eitthvað um stjórnmál að segja – og öll tilfinning fyrir borgaralegum skyldum dofnar.

Pæling vikunnar er sú hvort „brauð og leikar“ geti verið sanngjörn lýsing á samfélaginu okkar í dag. Hugsum við gagnrýnið um stjórnmál? Reynum við að hafa áhrif á samfélagið okkar og lífið á jörðinni eða sökkvum við sjálfkrafa ofan í hafsjó matar og afþreyingar?



Er búið að festa tilfinningalíf okkar við dauða hluti, mat og skemmtiefni – búið að byggja utan um okkur einhverskonar loftbólu fulla af hlutum sem skipta rosalega litlu máli? Hefur það í för með sér að við verðum sinnulaus um það sem skiptir öllu máli?


Getur verið að tilteknir stjórnmálamenn nýti sér það hve fólk virðist eiga auðvelt með að tapa sér í yfirborðsmennsku – til þess að halda völdum og vinna jafnvel skaða á samfélaginu?



No comments:

Post a Comment