Monday, January 7, 2013

Ritgerðarspurningar, vorpróf '13

Af þessum fjórum efnum koma þrjú og velja má tvö á sjálfu prófinu:

Hatur.

„Það er bara mín skoðun. Ég hata femínista. Það ríkir skoðanafrelsi á landinu og þetta er ein af mínum!“

Þetta dæmi er kannski saklaust en varpar ljósi á þá spurningu hvort allar skoðanir séu leyfilegar eða hvort samfélagið eigi að setja skoðnum og/eða málfrelsi mörk. Ræddu spurninguna. M.a. má beina sjónum að:

líffræðilegar orsakir haturs og tengls við aldur

hræðilegar afleiðingar haturs og hatursglæpir

tungumálið sem tæki til af framkalla hatur

tengsl haturs og ofbeldis

heilaþvottur og áróður


Konur

„Hlutverk stráka eru öðruvísi en stelpna fyrst og fremst vegna vana. Ekkert segir að stelpur séu hræddari, viðkvæmari eða meiri pjattrófur en strákar. Samfélagið hefur gefið stelpum slík hlutverk og þau eru heimskuleg og vond fyrir stelpur.“

Er þetta rétt? Heldur þú að meðfæddur munur sé á kynjunum eða snýst kynjamunur fyrst og fremst um uppeldi? Er betra að vera strákur en stelpa? Kemst maður þá frekar upp með hluti eða fer maður auðveldari leið gegnum lífið? Eru konur kúgaðar enn í dag?

Hvað er stelpulegt og hvað er strákalegt?

Af hverju segir maður: „Hvað ertu sterkur?“ við litla stráka en „Voða ert þú dugleg/sæt“ við stelpur?

Karlar eignast líka börn og hugsa um þau – af hverju leika þá ekki fleiri strákar sér að dúkkum?

Karlar fá hærri laun en konur, getur verið að þeir verðskuldi það?

Síðu á Facebook þar sem birt eru karlrembuleg viðhorf manna hefur ítrekað verið lokað en erfitt hefur verið að fá lokuðum síðum sem gera lítið úr kvenfólki. Er það tilviljun?


Píslarvottar

Segðu frá þremur manneskjum sem þú lítur á sem píslarvott og berð virðingu fyrir. Manneskjan þarf ekki að hafa dáið fyrir baráttu sína en þarf þó að hafa fært fórnir eða þjáðst.

Dæmi um einstaklinga sem koma til greina:

Mahatma Gandhi

Jesús Kristur

Maximilian Kolbe

Elísabet Eckford

Rósa Parks

Malala Yusafzai


Viðmið og gildi

„Ef mannát væri eitthvað sem við værum vön þá væri enginn að kippa sér upp við það. Það er ekkert mikið ógeðslegra að drepa menn en dýr og kjöt er bara kjöt. Okkur finnst ekkert mál að borða kjöt drepinna dýra, okkur þætti heldur ekkert mál að borða kjöt af mönnum – ef það væri vaninn.“

Er þetta rétt? Heldur þú að hægt væri að skapa samfélag þar sem almenningi þætti sjálfsagt að borða kjöt af öðrum mönnum. Eða er eitthvað sem kemur í veg fyrir að við vildum/gætum það? 

Hér má hafa í huga:

Margar kvikmyndir sýna hörmulegar aðstæður í sláturhúsum og jafnvel grimmd. Samt virðist slíkt hafa lítil áhrif og tímabundin á kjötætur.

Myndi skipta máli hvernig fólkið væri líflátið?

Myndi skipta máli hvaða fólk væri líflátið?



No comments:

Post a Comment