Tuesday, November 19, 2013

Menn og menning

Vika 1: fyrra verkefni

Er allt að verða eins?

Horfðu á þessi tvö myndbönd






 

Skoðaðu svo síðu Jimmy Nelsons:



Taktu svo þessa könnun:



Hugmynd að lokaverkefni: Taktu mynd af Íslendingum í sama anda. Gættu þess að myndin sé eins „íslensk“ og hægt er og sýni eitthvað sem er dæmigert eða mikilvægt í íslenskri menningu (fjölskylda, samvera, hefðir, siðir).


Vika 1: Seinna verkefni

Filippseyjar og Filippseyingar

Horfðu á þetta myndband



Taktu svo þessa könnun:

10. bekkur

Hugmynd að lokaverkefni: Kynntu þér filippseyska matargerð og segðu frá í máli og myndum.


Vika 2: Fyrra verkefni



Hvar býr allt þetta fólk?


Horfðu á þetta myndband




Taktu svo þessa könnun:

10. bekkur 

Hugmynd að lokaverkefni: Teiknaðu 10 manneskjur á blað og hafðu þær í nokkurnveginn þeim hlutföllum sem finnast á Jörðinni. Hve margir væru Asíubúar, hve margir hvítir og svo framvegis. Hafðu klæðaburð líka í huga við gerð verkefnisins.

Vika 2: Seinna verkefni


Horfðu á þetta myndband




Hér eru lögin sem rætt er um í myndbandinu. Horfðu á þau.





USA for Africa: We Are the World







Hér fylgja svo slóðir á endurgerðir laganna sem þeir geta skoðað sem langar til.




Og grínlagið:


Taktu svo þessa könnun:

10. bekkur 


Aukaverkefni (fyrir hærri einkunn) ekki skylda:

Gerðu verkefni sem fylgja þessu og sýndu kennara.

Lokaverkefni (verkefnalýsing)

Skiladagur er 18. des. Verkefni sem koma eftir þann tíma eru ekki metin. Athugi að lokaverkefni kemur í stað prófs.

Notið Showbie-kóðann PADJ2.

Mest mega þrír vinna saman. Það má vinna sem einstaklingsverkefni eða tveir og tveir. Hver og einn þarf að skila fyrir sig.


Val um lokaverkefni

Taktu myndir af Íslendingum í sama anda og myndir Nelsons af ttbálkunum. Gættu þess að myndirnar séu eins „íslenskar“ og hægt er og sýni eitthvað sem er dæmigert eða mikilvægt í íslenskri menningu (fjölskylda, samvera, hefðir, siðir).

Kynntu þér filippseyska matargerð og segðu frá í máli og myndum. Gerðu myndband, bók eða aðra kynningu.

Gerðu kort af Jörðinni á gólf / í sand / í snjó og notaðu tveggja lítra flöskur til að tákna mannfjölda í hverri heimsálfu. Tveir lítrar eru einn milljarður manna. Ef þú þarft að tákna lægri tölu þá hefur þú minna í flöskunni. Notið vatn og matarlit eða annan litaðan vökva. Raðið flöskunum á réttar heimsálfur.

Taktu upp eigið tónverk (a.m.k. þinn eigin texti eða bæði lag og texti) gegn fordómum. Þú mátt velja nálgun, getur tekið fyrir fordóma gegn konum, ungu fólki, kynþáttum eða öðrum þáttum. 





Monday, May 13, 2013

Heimspeki – punktar til umræðu




Einstaklingsverkefni



1.

Hvað af eftirtöldu vissir þú – og hvernig?

- Vatn frýs við 0° C,
- Everestfjall er hæsta fjall Jarðar, 
- Sex deilt með tveim er þrír,
- Það er ekki „g“ í „hlæja“.

2. 

- A veit það því B sagði honum það, B veit það því C sagði honum það, C veit það því D...
Er hægt að halda endalaust svona áfram? Eða þarf einhver á endanum að vita það án þess að hafa verið sagt það?

3. 

Geturðu nefnt nokkra hluti sem þú veist án þess að aðrir hafi kennt þér það?

5. 

- Það er betra að uppgötva hluti sjálfur en læra þá af öðrum.

Er þetta satt?

6.

- Sá, sem bara veit eitthvað af því honum er sagt það, getur aldrei verið viss um hvort verið sé að plata hann. Það er ekki hægt að blekkja þann sem sjálfur upplifir.

Er þetta satt?

7. 

- Þegar ég ímynda mér bragð af einhverju, þá er það ekki bara hugmynd. Ég finn í alvöru bragð?

Er þetta satt?

8. 

- Ég get ímyndað mér bragð af fleiri en einum hlut í einu. T.d. get ég vel ímyndað mér vatn með sítrónusneið út í.

Er þetta satt?

9. 

- Það er samt ekki hægt að ímynda sér bragð af einhverju sem maður hefur aldrei smakkað sjálfur, jafnvel þótt manni sé sagt að það bragðist eins og sambland af einhverju sem maður þekkir. 

Er þetta satt?

10. 

- Ég vil alveg vera hamingjusamur en samt stend ég sjálf/-ur í vegi fyrir því að ég verði það.

Á þetta við um þig? Taktu dæmi máli þínu til stuðnings.

Wednesday, May 8, 2013

Heimspekiritgerð - fyrirmæli


Norðlingaskóli
Vorönn 2013
Ragnar Þór Pétursson




Heimspekiritgerð – leiðbeiningar




Viðfangsefni ritgerðarinnar er „leitin að hinu góða lífi“. Þú skalt byrja á að horfa á myndböndin „Farsæld“ og „Hið góða líf“ á Emmogemm- síðunni.

Byrjaðu á að segja frá mismunandi hugmyndum um það hvað felist í „hinu góða lífi“. Segðu frá hugmyndum grísku heimspekinganna í fornöld. Leggðu sérstaka áherslu á að það komi skýrt fram hvað hver heimspekingur taldi að væri forsenda þess að fólk lifði góðu lífi. Ekki þarf að geta heimilda að þessu sinni, hvorki með heimildaskrá né tilvísunum.

Snúðu þér svo að nútímanum. Rektu helstu hugmyndir tilvistar- heimspekinga um merkingu og tilgang lífsins. Láttu koma skýrt fram hver ábyrgð einstaklinganna sjálfra er á því að líf þeirra sé innihaldsríkt og gott.

Veltu síðan fyrir þér spurningunni hvort fólk í nútímanum lifi „hinu góða lífi“ og ræddu það hvort fólk í dag mætti draga lærdóm af hugmyndum heimspekinganna í fornöld eða tilvistarspekinganna.

Endaðu á að hugleiða með hvaða hætti þú getur sjálf/-ur tryggt að líf þitt verði innihaldsríkt og gott. Hvaða tækifæri eru í nútímasamfélagi sem þú ættir að nýta og hvaða hættur ættir þú að varast?


Lengd í bókstöfum skiptir ekki máli, það er efnislengd sem alls snýst um.

Tuesday, May 7, 2013

Monday, April 29, 2013

Farsæld

Horfðu á myndbandið og svaraðu spurningunum. Sendu svörin á ragnarkennari.




1. Raðaðu í rétta röð frá hinu elsta til þess yngsta.

a) heimspekingar sem spáðu í veruleikann
b) kristindómur
c) heimspekingar sem spáðu í tilgang lífsins

2. Hvað kölluðust „heimspekingarnir“ sem ferðuðust um og kenndu fólki mælskulist og annað gagnlegt?

3. Hver er þekktastur þessara „farandheimspekinga“.

4. Hvaða tvö orð eru stundum notuð um fullyrðinguna „Maðurinn er mælikvarði allra hluta.“?

5. Hvernig fletti Sókrates ofan af mönnum sem þóttust vita meira en þeir gerðu?

6. Hver urðu örlög Sókratesar?

7. „Ég veit það eitt að ég veit ekki neitt.“ Hver heldur þú að sé höfundur þessarar setningar? (Platón, Aristóteles, Prótagóras eða Sókrates).

8. Hvers vegna er erfitt að átta sig á því hverjar skoðanir Sókratesar sjálfs voru?

9. Lýstu hellislíkingu Platóns.

10. Nefndu átta fræðigreinar sem eiga uppruna sinn hjá Aristótelesi.

11.  Hver er „galdurinn“ á bak við hið góða líf, skv. Aristótelesi?

12. Örlæti er dygð. Hvaða öfgar fylgja henni að þínu mati?

13. Hvaða vandamál fylgja því að vera of góður við aðra að þínu mati?

14. „Lífið er svo erfitt!“ segja margir og geta bent á margar ástæður fyrir fullyrðingunni. Er rétt að segja að manneskjan hafi rangt fyrir sér og það sé ekki lífið sem sé erfitt, heldur geri manneskjan lífið sér erfitt?

15. Ætti siðfræðiþjálfun í anda Aristótelesar að vera þáttur í uppeldi og námi allra barna? Hverjir eru kostir og gallar þess?

Tuesday, March 19, 2013

Pælingar #1

Við ákveðum ekki allt sem við gerum. Margt gerist bara umhugsunarlaust. Þegar ég byrja að tala vel ég ekki orðin – þau koma bara. En ég get stoppað mig af ef ég vil.


Ég ákveð samt sumt. Þegar ég hef ákveðið það heldur það bara áfram að gerast og verður vani.




Persónuleikinn minn breytist þegar ég eldist og ég verð fyrir ýmsum áhrifum frá umhverfinu. Sá sem eyðir miklum tíma með fjölskyldu sinni getur orðið sammála henni í flestu á meðan sá sem eyðir miklum tíma einn verður sjálfstæðari. Aldursröð systkina hefur áhrif á persónuleikann.



Þar sem ég breytist með tímanum, bæði í útliti og persónuleika – kemur það fyrir að vaninn sem ég fylgi dags daglega er ekki lýsandi fyrir mig eins og ég er, heldur fyrir manneskjuna sem ég var einhverntíma áður.



Tíminn hættir að vera til ef allt hættir að hreyfast. Hann er aðeins mælikvarði á breytingar. Án breytinga er enginn tími.



Við sköpuðum Guð en ekki hann okkur. Guð gefur okkur auðveld svör við erfiðum spurningum og trúin á hann hjálpar okkur að mæta erfiðleikunum sem fylgja lífinu.




Það er rangt að refsa fólki fyrir að trúa ekki á Guð og það er líka rangt að verðlauna það fyrir að trúa. Flest okkar fermdust vegna þess að okkur fannst við verða að gera það – annarra vegna.


Monday, February 11, 2013

Verkefni: Skilaboð móttekin

1. Ef þið eruð með Segulljóð uppsett skuluð þið nota þau. Notið annars eitthvað ritvinnsluforrit. 

Setjið ykkur í spor starfsmanna á auglýsingastofu. Ykkur hefur verið falið að finna slagorð sem getur dugað í auglýsingaherferð. Ef þið notið Segulljóð skuluð þið reyna að búa til slagorð með orðum úr orðasúpunni sem þið kallið fram.

Sendið kennara slagorð fyrir:

1) Nýja tegund af vatnsheldri spjaldtölvu
2) Súkkulaðikex
3) Knattspyrnutímarit
4) Gosdrykk
5) Sjónvarpsþátt

2. Veljið eina af vörunum hér að ofan og hannið útlit hennar og nafn. Gætið þess að varan þarf að vekja athygli og vera aðlaðandi. Teiknið mynd og setjið nafn (helst lógó) inn á myndina og sendið kennara.

3. Gefum okkur að varan slái í gegn og forstjóri fyrirtækisins verði frægur. Hann fer í viðtal í glanstímariti. Hannið þrjár forsíður tímaritsins, t.d. með þessu forriti, og sendið kennara.

1) Forsíðu þar sem forstjórinn virkar gáfulegur
2) Forsíðu þar sem forstjórinn virkar hress og skemmtilegur
3) Forsíðu sem nær athygli lesandans (frjáls)

Forstjórinn þarf að vera í aðalhlutverki á forsíðunni.

Sunday, February 10, 2013

Skilaboð móttekin 1




Hvor myndin fangar frekar athyglina?

Hér er reynt að fanga athygli þína með augnaráði



Monday, January 7, 2013

Ritgerðarspurningar, vorpróf '13

Af þessum fjórum efnum koma þrjú og velja má tvö á sjálfu prófinu:

Hatur.

„Það er bara mín skoðun. Ég hata femínista. Það ríkir skoðanafrelsi á landinu og þetta er ein af mínum!“

Þetta dæmi er kannski saklaust en varpar ljósi á þá spurningu hvort allar skoðanir séu leyfilegar eða hvort samfélagið eigi að setja skoðnum og/eða málfrelsi mörk. Ræddu spurninguna. M.a. má beina sjónum að:

líffræðilegar orsakir haturs og tengls við aldur

hræðilegar afleiðingar haturs og hatursglæpir

tungumálið sem tæki til af framkalla hatur

tengsl haturs og ofbeldis

heilaþvottur og áróður


Konur

„Hlutverk stráka eru öðruvísi en stelpna fyrst og fremst vegna vana. Ekkert segir að stelpur séu hræddari, viðkvæmari eða meiri pjattrófur en strákar. Samfélagið hefur gefið stelpum slík hlutverk og þau eru heimskuleg og vond fyrir stelpur.“

Er þetta rétt? Heldur þú að meðfæddur munur sé á kynjunum eða snýst kynjamunur fyrst og fremst um uppeldi? Er betra að vera strákur en stelpa? Kemst maður þá frekar upp með hluti eða fer maður auðveldari leið gegnum lífið? Eru konur kúgaðar enn í dag?

Hvað er stelpulegt og hvað er strákalegt?

Af hverju segir maður: „Hvað ertu sterkur?“ við litla stráka en „Voða ert þú dugleg/sæt“ við stelpur?

Karlar eignast líka börn og hugsa um þau – af hverju leika þá ekki fleiri strákar sér að dúkkum?

Karlar fá hærri laun en konur, getur verið að þeir verðskuldi það?

Síðu á Facebook þar sem birt eru karlrembuleg viðhorf manna hefur ítrekað verið lokað en erfitt hefur verið að fá lokuðum síðum sem gera lítið úr kvenfólki. Er það tilviljun?


Píslarvottar

Segðu frá þremur manneskjum sem þú lítur á sem píslarvott og berð virðingu fyrir. Manneskjan þarf ekki að hafa dáið fyrir baráttu sína en þarf þó að hafa fært fórnir eða þjáðst.

Dæmi um einstaklinga sem koma til greina:

Mahatma Gandhi

Jesús Kristur

Maximilian Kolbe

Elísabet Eckford

Rósa Parks

Malala Yusafzai


Viðmið og gildi

„Ef mannát væri eitthvað sem við værum vön þá væri enginn að kippa sér upp við það. Það er ekkert mikið ógeðslegra að drepa menn en dýr og kjöt er bara kjöt. Okkur finnst ekkert mál að borða kjöt drepinna dýra, okkur þætti heldur ekkert mál að borða kjöt af mönnum – ef það væri vaninn.“

Er þetta rétt? Heldur þú að hægt væri að skapa samfélag þar sem almenningi þætti sjálfsagt að borða kjöt af öðrum mönnum. Eða er eitthvað sem kemur í veg fyrir að við vildum/gætum það? 

Hér má hafa í huga:

Margar kvikmyndir sýna hörmulegar aðstæður í sláturhúsum og jafnvel grimmd. Samt virðist slíkt hafa lítil áhrif og tímabundin á kjötætur.

Myndi skipta máli hvernig fólkið væri líflátið?

Myndi skipta máli hvaða fólk væri líflátið?