Setjið ykkur í spor starfsmanna á auglýsingastofu. Ykkur hefur verið falið að finna slagorð sem getur dugað í auglýsingaherferð. Ef þið notið Segulljóð skuluð þið reyna að búa til slagorð með orðum úr orðasúpunni sem þið kallið fram.
Sendið kennara slagorð fyrir:
1) Nýja tegund af vatnsheldri spjaldtölvu
2) Súkkulaðikex
3) Knattspyrnutímarit
4) Gosdrykk
5) Sjónvarpsþátt
2. Veljið eina af vörunum hér að ofan og hannið útlit hennar og nafn. Gætið þess að varan þarf að vekja athygli og vera aðlaðandi. Teiknið mynd og setjið nafn (helst lógó) inn á myndina og sendið kennara.
3. Gefum okkur að varan slái í gegn og forstjóri fyrirtækisins verði frægur. Hann fer í viðtal í glanstímariti. Hannið þrjár forsíður tímaritsins, t.d. með þessu forriti, og sendið kennara.
1) Forsíðu þar sem forstjórinn virkar gáfulegur
2) Forsíðu þar sem forstjórinn virkar hress og skemmtilegur
3) Forsíðu sem nær athygli lesandans (frjáls)
Forstjórinn þarf að vera í aðalhlutverki á forsíðunni.
No comments:
Post a Comment